logo_2016
search-button

Lýðháskóla í Danmörku

Íris og Lísbet ákváðu að fara í lýðháskóla í Danmörku þar sem þær hafa eytt hálfu ári í íþróttum, góðum félagsskap og skemmtilegum verkefnum. Við spurðum þær hvers vegna þær ákváðu að fara í lýðháskóla í Danmörku, hvað þeim finnst um lýðháskólalífið og hvernig það er að vera alþjóðlegur nemandi. Lestu eða hlustaðu á svör þeirra hér 😃

Viðtal við Íris:

Hvers vegna valdir þú að fara lýðháskóla í Danmörku?

Það var stelpa með mér í blakliði sem var í lýðháskóla í Danmörku og hún sagði að það væri eitthvað sem allir þyrftu að prófa afþví það var svo sjúklega gaman, þannig mér fannst bara tilvalið eftir framhaldsskóla að skella mér hingað.

Hvers vegna valdir þú íþróttalýðháskólann í Álaborg?

Ég sá auglýsingu á instagram og ég kíkti á heimasíðuna og sá að þetta er mjög íþróttamiðaður skóli, sem mér leist mjög vel á svo ég ákvað að skrá mig á crossfit línuna. Einnig leist mér mjög vel á öll aukafögin- þau kölluðu á mig

Hvernig er að vera alþjóðlegur nemandi?

Mér finnst það mjög gaman, maður kynnist nýrri menningu og nýjum vinum sem er hægt að heimsækja í framtíðinni og maður fer bara aðeins út fyrir litla Ísland sem er mjög gaman

Hvað er það besta við lýðháskóla lífið?

Ég hef upplifað svo margt nýtt og skemmtilegt og ég mun aldrei sjá eftir að hafa komið hingað. Svo hef ég bara þroskast sem einstaklingur og fengið nýjar hugmyndir um hvað er hægt að gera í framtíðinni.

Hvað hefur þú fengið út úr dvöl þinni í lýðháskólanum hingað til?

Mér finnst skemmtilegast að vera með öllum og gera eitthvað skemmtilegt, það eru alltaf allir til í eitthvað fjör og hafa gaman


Viðtal við Lísbet:

Hvers vegna valdir þú að fara lýðháskóla í Danmörku?

Ég var ekki tilbúin að fara í háskóla þannig að ég vildi prófa eitthvað nýtt og ákvað að koma hingað

Hvers vegna valdir þú íþróttalýðháskólann í Álaborg?

Ég var að vinna með konu sem var í þessum skóla fyrir tuttugu árum. Hún mældi rosa mikið með þessum skóla og svo vildi ég prófa eitthvað nýtt

Hvernig er að vera alþjóðlegur nemandi?

Það er mjög gaman en það tekur rosalega á að til dæmis þýða allt yfir á dönsku. Maður verður rosa þreyttur eftir daginn að þýða allt en þetta kemur allt með tímanum. Og það er bara frekar fyndið hvað þetta kemur fljótt. Ég mæli rosa mikið með að koma í skolann.

Hvað er það besta við lýðháskóla lífið?

þú ert að prufa nýtt hversdagslíf sem þú hefur mögulega aldrei prófað áður. Ógeðslega gaman. Og geggjaðir kennarar.

Hvað hefur þú fengið út úr dvöl þinni í lýðháskólanum hingað til?

Ég er búin að kynnast fullt af frábæru fólki, læra nýja hluti sem ég vissi ekki að væri hægt (hafði aldrei heyrt um).